YOGER eftir Írisi Ösp Heiðrúnardóttur.
YOGER er jógaspil fyrir sjálfsiðkun. Stokkurinn inniheldur 9 tilbúnar rútínur ásamt 52 jóga stöðum og útskýringar eru með.
Myndirnar á spilunum eru gerðar eftir Írisi sjálfa og eru vatnsmálaðar. Stokkurinn kemur í fallegri pappaöskju.
“Ég legg mikið uppúr því að öll framleiðsla sé eins umhverfisvæn og mögulegt er og verða pakkningarnar úr endurunnum pappír og spilin úr 150gr gljáuðum pappír sem ætti að endast og endast.”
-Íris Ösp