Nærandi, silkimjúka líkamskremið okkar er hannað með möndluolíu, jojoba olíu og shea smjöri til að koma í veg fyrir rakatap og næra húðina frá toppi til táar.
Andoxunarrík rósaolía og rauðsmáraþykkni gera við húðina og stuðla að endurnýjun frumna, en ilmurinn af einiberi og timjan leiðir þig í ferðalag til afskekktra Vestfjarða.
Hentar öllum húðgerðum.
250 ML