Sannkallaður dýrgripur fyrir alla sem hafa gaman af að lífga upp á tilveruna með kræsilegum kokteilum.
Heimabarinn er kokteilabók eftir barþjónana Ivan Svan Corvasce og Andra Davíð Pétursson.
Í bókinni má finna 63 uppskriftir af fjölbreyttum kokteilum, 19 uppskriftir af heimagerðum sírópum & líkjörum auk fróðleiks um baráhöld, glös, klaka og öll helstu vörumerkin sem notuð eru í nútíma kokteilagerð.