Finndu þína innri gyðju! Settið inniheldur frískandi Birki baðsalt, mýkjandi fjallagrasa Saltskrúbb, Botanic Bliss líkamsolíu og Sage reyk.
ÞETTA SETT INNIHELDUR:
Frískandi og orkugefandi blanda af steinefnaríku sjávarsalti, íslenskum birkilaufum ásamt upplífgandi ilmkjarnaolíum úr bergamíu og piparmyntu. Njótið upplifunar sem mun hreinsa húðina og endurnýja líkamann
Fjallagrasa Saltskrúbbur / 300gr
Hreinsandi og steinefnaríkur saltskrúbbur með handtíndum fjallagrösum ásamt nærandi olíum. Skrúbburinn eykur blóðflæði og endurnýjun húðarinnar, skrúbbar og fjarlægir dauðar húðfrumur, gefur raka og mýkir húðina.
Botanic Bliss Líkamsolía / 90 ml
Rakagefandi og stinnandi húðolía sem gerir húðina silkimjúka. Blandan inniheldur náttúrulegar og lífrænar Avókadó-, Vínberjafræ-, Hemp- og Birki olíur sem eru fullar af vítamínum, fitusýrum og andoxunarefnum sem gefa húðinni aukin raka og stinnleika.
Með ferskum jarðar angan.
Sage – Sacret Reykur