Afeitrandi | Hreinsandi | Jafnar húðlit
Afeitrandi og hreinsandi maski sem inniheldur náttúrulegan leir, villtar íslenskar jurtir og eldfjallaösku. Andlitsmaskinn endurnærir daufa og þreytta húð með léttri yfirborðshreinsun og losar um dauðar húðfrumur. Húðin verður slétt, silkimjúk og ljómandi.
Blandan inniheldur steinefni, vítamín og andoxunarefni sem gefur ljóma, fjarlægir óhreinindi og stíflur í húð ásamt því að auka kollagenframleiðslu húðarinnar.
1 oz / 30 gr
Notkun:
Virkið maskann með vatni og blandið þar til áferð er orðin mjúk og kremkennd. Berist á hreina húð og forðist augnsvæðið. Skolið af með volgu vatni eftir 10 – 15 mínútur. Notið 1-2 sinnum í viku.
- Tips – Þú getur notað aðrar tegundir af vökva til þess að bæta í maskann. Prófaðu til dæmis hrátt hunang, lífræna jógúrt, blómavatn eða te infusion til þess að búa til þína einstöku blöndu.
Mælum með að nota Ritual maska burstann til þess að blanda og bera maskann áreynslulaust á andlitið.