Brúðargjafalistar

 

Hrím býður upp á mikið úrval af vandaðri gjafavöru frá heimsþekktum og vönduðum vörumerkjum fyrir stóru stundirnar í lífinu. Okkar vinsælu brúðargjafalistar auðvelda vinum og fjölskyldu að finna draumagjöfina. Hvort sem ykkur langar að safna okkar vinsælu matarstellum eða stærri hlutum. Hjá okkur er hægt að fá allt fyrir heimilið, fallegan borðbúnað sem hægt er að safna inn í, glös í öllum stærðum og gerðum ásamt fylgihlutum, allskyns dásamlega gjafavöru, fallega og nytsama hluti í eldhúsið, sængurföt og lín ásamt miklu úrvali af stærri hlutum á heimilið. Til dæmis uppáhalds sófann eða borðstofuborðið. Við bjóðum vönduð og flott vörumerki sem standast tímans tönn og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Það er okkur sönn ánægja að auðvelda ykkur valið. Verið velkomin og gleðilegt brúðkaupsár.

Hvernig skrái ég brúðargjafalista?

  1. Fyrsta skref er að stofna aðgang eða skrá þig inn
  2. Næst er að fara undir Brúðargjafalistar og stofna lista
  3. Til þess að bæta vöru á lista smellirðu á "Bæta á Brúðargjafalista" á vörusíðu

Listinn er vistaður á þínu svæði á vef Hrím en einnig eru listar aðgengilegir starfsmönnum í búð og geta þeir aðstoðað gesti sem heimsækja Hrím í leit að gjafahugmyndum fyrir brúðkaupið. Einnig er hægt að deila lista með því að senda á netföng brúðkaupsgesta. Hægt er að stofna marga lista fyrir hvern aðgang.

Ertu að fara í brúðkaup?

Smelltu til að leita í brúðargjafalistum